Fyrirspurn
Tillaga frá 78. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 6. október, liður 6. Deiliskipulag - Móskógar L 193753.
Tillagan var auglýst frá 30. júní 2021 með athugasemdafresti til og með 11. ágúst 2021. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar, en umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan tók til bygginga á tveimur lóðum, hvor um sig 1ha, sem skipt er úr jörðinni Móskógum. Heimilt yrði að byggja íbúðarhús, bílskúr og skemmu á hvorri lóð.
Brugðist hafði verið við umsögn Vegagerðarinnar varðandi aðkomu að lóðunum og útfærsla tengingar unnin í samráði við Vegagerð. Skerpt hafði verið á texta varðandi veitur í samræmi við umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.