Samkvæmt byggingarreglugerð gr. 2.3.5 c. er viðhald bygginga að utan, s.s. endurnýjun þakklæðningar, þakkanta, veggklæðninga og glugga undanþegin byggingarleyfi þegar notað er eins eða sambærilegt efni og frágangur er þannig að útlit byggingar sé ekki breytt eða breyting óveruleg.
Samkvæmt gluggateikningu sem fylgdi tilkynningunni virðst fyrirhugað að breyta formi glugga og þar með útliti byggingarinnar. Byggingarfulltrúi telur að breytingin sé ekki óveruleg og að sækja þurfi um byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.