Fyrirspurn
Tillaga frá 23. fundi frístunda- og menningarnefndar, frá 10. maí sl. liður 3. Beiðni um að stofna nýjan frístundaklúbb. Rætt nánar um tilgang og markmið nýja frístundaklúbbsins en tillagan er lögð fram í kjölfar skýrslu þverfaglegs vinnuhóps á fjölskyldusviði sem kortlagði stöðu barna með fjölþættan vanda í sveitarfélaginu á aldrinum 10-16 ára.
Nefndin lagði til við bæjarstjórn Árborgar að tillaga í fyrirliggjandi minnisblaði um stofnun nýs frístundaklúbbs yrði samþykkt og kostnaðaráætlun lögð fram sem viðauki.