Velferðarverkefni í Árnessýslu - verkferlar félagsþjónustu vegna náttúruhamfara
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 115
27. maí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá vorfundi HÁ frá 18. maí sl.
Framkvæmdaráð Almannavarna leggur til við Héraðsnefnd Árnesinga að veitt verði úr sjóðum Almannavarnanefndar Árnessýslu allt að 1,5 millj.kr. í velferðarverkefni í Árnessýslu. Verkefnið er að efla þekkingu, verkferla og færni starfsmanna veðferðarþjónustunnar í Árnessýslu vegna almannavarnaástands og annara aðstæðna sem raska daglegu lífi skjólstæðinga velferðarþjónustunnar þannig að hefðbundnir verkferlar starfsmanna duga ekki til eða hætta skapast á að þjónusturof verði hjá velferðarþjónustu sveitarfélaga í Árnessýslu. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Bæjarstjóri leggur til að fjölskyldusvið taki málið til skoðunar og úrvinnslu.
Svar

Bæjarráð vísar tillögu um velferðarverkefni í Árnessýslu til fjölskyldusviðs til skoðunar og úrvinnslu.