Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Motivo Miðbær - Brúarstræti 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Afgreiðslufundur- og nefnd byggingarfulltrúa nr. 68
23. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar í tölvupósti dags. 10.6.2021, eftir umsögn byggingarfulltrúa, vegna starfsleyfisumsóknar Helgu Kristínar Sæbjörnsdóttur f.h. Erlu Gísladóttur, þar sem áformað er að opna Motivo tísku- og gjafavöruverslun, ásamt kaffibar með framreiðslu á kaffi- te og léttum vínum ásamt meðlæti, að Brúarstræti 3, á Selfossi. Óskað er umsagnar byggingarfulltrúa á því hvort fyrirhuguð starfsemi samræmist samþykktri notkun húsnæðisins.
Svar

Byggingarfulltrúi staðfestir að fyrirhugðuð starfsemi er í samræmi við útgefið byggingarleyfi en bendir á að ekki er heimilt að taka húsnæðið í notkun fyrr en öryggis- eða lokaúttekt hefur fari fram skv. köflum 3.8 og 3.9 í byggingarreglugerð og því ekki hægt að gefa jákvæða umsögn varðandi veitingu starfsleyfis.