Stöðugildi í dagdvölinni Vinaminni
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 119
8. júlí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Áður frestað á 118. fundi. Minnisblað frá fjölskyldusviði, dags. 18. júní, um stöðuna í Vinaminni og ósk um nýtingu á stöðugildum sem þegar voru í launaáætlun en forsenda fyrir nýtingu þeirra var aukning á leyfum frá Sjúkratryggingum sem hefði skilað inn frekari fjármagni til sveitarfélagsins.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins og óskaði eftir frekari upplýsingum frá starfsmönnum fjölskyldusviðs fyrir næsta fund bæjarráðs.
Svar

Málið var áður á dagskrá síðasta fundar bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að stöðugildin sem eru á fjárhagsáætlun ársins verði nýtt, þrátt fyrir að ekki hafi fengist fjölgun rýma frá Sjúkratryggingum Íslands.