Lagt er til að Sveitarfélagið Árborg samþykki beiðni félagsins varðandi framangreint vegna þriggja lóða í landi Dísarstaða 2, nánar tiltekið, lóðirnar Hæðarland 10-16, 24-30 og 32-42 enda er Fagraland ehf. í samningaviðræðum við Selfossveitur og sveitarfélagið um áfangaskiptinu framkvæmda vegna m.a. framangreindra lóða í landi Dísastaða 2.
Bragi Bjarnason, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista og Sigurjón V. Guðmundsson, S-lista taka til máls.
Hlé var gert á fundi kl. 17:47
Fundi fram haldið kl. 17:53
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista leggur til að málinu verði frestað. Tillagan er borin undir atkvæði og felld með 6 atkvæðum D-lista gegn 5 atkvæðum Á-, S- og B-lista
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum D-lista en bæjarfulltrúar Á-, S- og B- lista sitja hjá.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Axel Sigurðsson, Á-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista og Bragi Bjarnason, D-lista gera grein fyrir atkvæði sínu.
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir, varabæjarfulltrúi D-lista víkur af fundi og Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri tekur sæti.