Samkomulag um Austurbyggð II
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 38
18. ágúst, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 121. fundi bæjarráðs, frá 12. ágúst, liður 1. Samkomulag um Austurbyggð II.
Lögð fram tillaga að samkomulagi milli Sveitarfélagsins Árborgar og Fagralands ehf um Austurbyggð II. Dísarstaðir 2C L230584 og Dísarstaðir L299779.
Bæjarráð vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnarfundar sem haldinn verður 18. ágúst næstkomandi. Bæjarráð lagði til að sú breyting yrði gerð á samningsdrögunum að við 1. málsgrein 6. greinar bætist setningin "Landeigandi ber allan kostnað af breytingum á hönnun veitufyrirtækja komi til breytinga á deiliskipulagi".
Svar

Ari B. Thorarensen, D-lista tekur til máls.

Forseti leggur til að breytingatillaga bæjarráðs verði hafnað.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Lagt er til að framlagt samkomulag milli Sveitarfélagsins Árborgar og Fagralands ehf. verði samþykkt.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum. Ari B. Thorarensen, D-lista situr hjá.