Fyrirspurn
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 16. júlí, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu veitinga í flokki III krá. Umsækjandi er Friðriksgáfa ehf.
Áður frestað á 120. fundi bæjarráðs.
Afgreiðsla byggingarfulltrúa frá 27. september:
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa númer 70 var tekið fyrir umsagnarbeiðni vegna Ris á Brúarstræti 2, þar sem að öryggis- eða lokaúttekt hafði ekki farið fram þurftum við að fresta málinu.
Nú hefur öryggisúttekt farið fram og stóðst hún kröfur byggingarreglugerðarinnar. Þar með mun byggingarfulltrúi gefa jákvæða umsögn.