Rekstrarleyfisumsögn - Risið - Brúarstræti 2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 126
30. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 16. júlí, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu veitinga í flokki III krá. Umsækjandi er Friðriksgáfa ehf.
Áður frestað á 120. fundi bæjarráðs.
Afgreiðsla byggingarfulltrúa frá 27. september: Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa númer 70 var tekið fyrir umsagnarbeiðni vegna Ris á Brúarstræti 2, þar sem að öryggis- eða lokaúttekt hafði ekki farið fram þurftum við að fresta málinu. Nú hefur öryggisúttekt farið fram og stóðst hún kröfur byggingarreglugerðarinnar. Þar með mun byggingarfulltrúi gefa jákvæða umsögn.
Svar

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfi verði veitt Friðriksgáfu ehf. til sölu veitinga í flokki III að Brúarstræti 2.