Deiliskipulagsbreyting - Larsenstræti
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 74
11. ágúst, 2021
Annað
Fyrirspurn
Húsasmiðjan ehf. óskar eftir því að gerð verði breyting á deiliskipulagi fyrir Larsenstræti. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðir nr. 4, 6, 8, 10, 12 og 14 verði sameinaðar í eina lóð. Aðkoma að lóðunum verði sem fyrr frá Larsenstræti en einnig verði gert ráð fyrir aðgangsstýrðri akomu að sameinaðri lóð frá Gaulverjabæjarvegi. Sú tenging er einungis hugsuð fyrir þungaflutninga og stórar flutningabifreiðar og ekki ætluð almennri umferð. Þá er ger ráð fyrir að leyfilegt verði að reisa allt að 3m háa netgirðingu umhverfis athafnasvæði við lóðamörk.
Svar

Afgreiðslu frestað. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að fá nánari hönnun innan lóðar með sérstaka áherslu á umferðarflæði til og frá lóð. Einnig fer nefndin fram á að í stað 3m netgirðingar í kringum lóð, verði gert ráð fyrir lokaðri girðingu í sömu hæð.