Fyrirspurn
Tillaga frá 83. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 15. desember sl. liður 8. Deiliskipulagsbreyting - Larsenstræti
Lögð fram að lokinni auglýsingu, breyting á gildandi deiliskipulagi verslunar- og þjónustulóða (28.5.2009) í og við Larsenstræti-Merkilandstún, á Selfossi. Í breytingunni fólst að lóðirnar nr.4, 6, 8, 10, 12 og 14 voru sameinaðar í eina lóð, sem yrðu eftir sameiningu 17.391,6m2 að stærð. Aðkoma að lóðunum yrðu sem fyrr frá Larsenstræti, en einnig var gert ráð fyrir aðgangsstýrðri aðkomu að sameinaðri lóð frá Gaulverjabæjarvegi. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, í Lögbirtingarblaði, Dagskránni og Fréttablaðinu 27. október 2021 og var gefinn athugasemdafrestur til 8. desember 2021. Athugasemdir bárust frá forsvarsmönnum Hestamannafélagsin Sleipnis vegna fyrirhugaðrar aðkomu af Gaulverjarbæjarvegi, sem þeir telja að muni geta skapað hættu og truflun fyrir hestamenn og svæði þeirra. Þá var óskað eftir að reiðvegur frá íþróttavelli félagsins yrði sýndur á uppdrætti.
Skipulags- og byggingarnefnd fer yfir innkomna athugasemd hestamannafélagsins. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að um aðgangsstýrða aðkomu frá Gaulverjabæjarvegi var að ræða og þar yrði því takmörkuð umferð eingöngu ætluð flutningabílum. Skipulags- og byggingarnefnd benti á að nú þegar hafði verið samþykkt að fara í heildarskipulagningu á svæði hestamannafélagsins þar sem m.a. yrði fjallað um reiðleiðir innan svæðis og tengingar út fyrir svæðið. Vegna umsagnar Vegagerðarinnar dags. 15. desember 2021 mun verða sýnt veghelgunarsvæði á uppdrætti í samræmi við ábendingu.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.