Skipulags- og byggingarnefnd fer yfir innkomna athugasemd hestamannafélagsins. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að um aðgangsstýrða aðkomu frá Gaulverjabæjarvegi er að ræða og þar verður því takmörkuð umferð eingöngu ætluð flutningabílum. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að nú þegar hefur verið samþykkt að fara í heildarskipulagningu á svæði hestamannafélagsins þar sem m.a. verður fjallað um reiðleiðir innan svæðis og tengingar út fyrir svæðið. Vegna umsagnar Vegagerðarinnar dags. 15. desember 2021 mun verða sýnt veghelgunarsvæði á uppdrætti í samræmi við ábendingu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.