Fyrirspurn
Tillaga frá 88. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 23. febrúar, liður 6. Fyrirspurn um breytingu á skipulagi - Móstekkur 14-16.
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 3.11.2021 og 9.2.2022: Lögð var fram lagfærð tillaga að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúðabyggðar í landi Bjarkar (Björkurstykkis), vegna lóðarinnar Móstekkur 14-16. Ný tillaga gerði ráð fyrir að byggingarreitur væri færður til á lóðinni og heimilt yrði að byggja eina byggingu í stað tveggja áður og íbúðum fjölgað úr 8 í 10 íbúðir. Bílastæði á lóð verða 16.
Breytingin kom til vegna sérstakrar lögunar lóðar. Tillagan hafði verið grenndarkynnt og barst ein athugasemd. Núverandi tillaga hefði verið unnin nánar og kynnt þeim aðila er gerði athugasemdir, og hefur aðilinn gefið jákvæða umsögn um tillöguna í tölvupósti dags. 15.2.2022.
Skipulags og byggingarnefnd samþykkti tillöguna sem óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og fól skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun tillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
Nefndin lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt í samræmi við ofangreint.