Fyrirspurn v. byggingarleyfis fyrir íbúðarhúsnæði
Kirkjuvegur 18
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 77
22. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Erindið var áður tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 8. september 2021. Á þeim fundi fór skipulags- og byggingarnefnd yfir innkomnar athugasemdir vegna grenndarkynningar. Afgreiðslu erindisins var frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um viðbrögð við athugasemdum.
Svar

Fyrir liggur greinargerð hönnuðar og umsækjanda vegna innkominna athugasemda við grenndarkynningu. Í greinargerð eru færð skilmerkileg rök fyrir byggingu umrædds hús að Kirkjuvegi 18 og framkvæmdin borin saman við önnur hús sem hafa verið byggð við Kirkjuveg. Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir rök umsækjanda/hönnuðar sem fram koma í greinargerð. Tekið hefur verið tillit til hluta af athugasemdum þeirra er þær gerðu, með því að lækka heildar hæð húss um 10cm og einnig hefur verið bætt þakskeggi á hús til samræmis við önnur hús í götunni. Skipulagsfulltrúa falið að senda þeim sem athugasemdir gerðu bókun nefndarinnar auk greinargerðar umsækjanda/hönnuðar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir byggingaráform fyrir sitt leyti og vísar erindinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

800 Selfoss
Landnúmer: 162356 → skrá.is
Hnitnúmer: 10060183