Fyrir liggur greinargerð hönnuðar og umsækjanda vegna innkominna athugasemda við grenndarkynningu. Í greinargerð eru færð skilmerkileg rök fyrir byggingu umrædds hús að Kirkjuvegi 18 og framkvæmdin borin saman við önnur hús sem hafa verið byggð við Kirkjuveg. Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir rök umsækjanda/hönnuðar sem fram koma í greinargerð. Tekið hefur verið tillit til hluta af athugasemdum þeirra er þær gerðu, með því að lækka heildar hæð húss um 10cm og einnig hefur verið bætt þakskeggi á hús til samræmis við önnur hús í götunni. Skipulagsfulltrúa falið að senda þeim sem athugasemdir gerðu bókun nefndarinnar auk greinargerðar umsækjanda/hönnuðar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir byggingaráform fyrir sitt leyti og vísar erindinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.