Námskeið - fjárhagsáætlanir sveitarfélaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 122
26. ágúst, 2021
Annað
Fyrirspurn
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmálafræða býður nú upp á námskeið um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga. Fyrirlesari er Gunnlaugur A. Júlíusson, hagfræðingur og fyrrverandi sveitarstjóri. Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur fái yfirgripsmikla Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur fái yfirgripsmikla fræðslu um vinnulag og vinnuferli við undirbúning fjárheimilda hjá sveitarfélögum. Fjallað verður um mikilvægi fjárheimilda sem stjórntækis. Lögð er áhersla á mikilvægi skipulagðra vinnubragðra og skýrrar markmiðssetningar við undirbúning fjárheimilda svo og eftirfylgni með framkvæmd þeirra. Komið verður inn á gagnasöfnun og grunnforsendur við vinnslu fjárheimilda. Að lokum er fjallað um helstu lykiltölur sem þörf er að hafa á valdi sínu.
Námskeiðið kemur í framhaldi af góðum viðtökum námskeiðs um ársreikninga sveitarfélaga sem haldið var í maí síðastliðinn. Þá bauð sveitarfélagið kjörnum fulltrúum að greiða námskeiðsgjaldið sæktu þeir námskeiðið.
Svar

Bæjarráð samþykkir að greiða námskeiðsgjald fyrir þá bæjarfulltrúa sem kjósa að taka þátt í námskeiðinu.