Samningur um máltíðir fyrir Stekkjaskóla
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 121
12. ágúst, 2021
Annað
‹ 9
10
Fyrirspurn
Samningur um máltíðir fyrir Stekkjaskóla.
Sveitarfélagið hefur undanfarið verið að leita eftir kaupum á tilbúnum hádegismat fyrir Stekkjaskóla. Send var út verðfyrirspurn sem leiddi til þeirrar niðurstöður að fara þurfti með innkaupin í útboðsferli, þar sem tilboð voru yfir viðmiðunarupphæðum laga um opinber innkaup. Í kjölfar verðfyrirspurnarinnar gátum við valið að kalla aðeins eftir tilboðum þeirra aðila sem gerðu tilboð í þjónustuna við verðfyrirspurn, en ferlið var á útboðsformi sem Ríkiskaup hélt utan um. Þeir aðilar sem tóku þátt voru Selfoss Veitingar (Veisluþjónustan) og Skólamatur. Við opnun tilboða kom í ljós að ekkert gilt tilboð hafði borist. Ríkiskaup mat það svo að við þær aðstæður hefði sveitarfélagið heimild til að semja beint við aðila og er það í samræmi við mat Sigríðar Vilhjálmsdóttur, lögfræðings hjá Árborg.
Við upprunalegu verðfyrirspurninina voru Selfoss Veitingar (Veisluþjónustan) með lægra tilboðið og hefur sveitarfélagið átt í viðræðum við félagið. Félagið hefur áhuga á að taka verkið að sér og hefur gefið áætlaða tölu í matarskammtinn, sem er 729 kr. (verðin munu taka einhverjum breytingum þar sem forsendur um fjölda í skólanum hafa breyst). Áætlaður kostnaður við samning er um 19 millj.kr. án vsk. en tilboð samkeppnisaðila var um 4 millj.kr. hærra.
Bæjarstjóri leggur til við bæjarráð að gengið verði frá samningum við Selfoss Veitingar á ofangreindum forsendum.
Svar

Bæjarráð samþykkir að gengið verði frá samningum við Selfoss Veitingar á framlögðum forsendum, sem gera ráð fyrir að matarskammtur kosti kr. 729,- við upphaf samnings.