Á tímabili grenndarkynningar bárust samtals 12 athugasemdir. Athugasemdir snúa m.a. að stærð byggingar, nýtingarhlutfalli lóðar, málsmeðferð sveitarfélagsins, bílastæðafjölda og útliti fyrirugaðrar endurbyggingar Sænska hússins að Smáratúni 1. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að taka saman heildstætt yfirlit yfir innkomnar athugasemdir og tillögur að svörum við þeim í samræmi við umræður á fundi. Afgreiðslu erindisins frestað.