Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Smáratún 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 79
20. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
Erindið var áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 22. september 2021, þar sem samþykkt var að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn. Umsókn snýr að endurbyggingu "Sænska hússins á lóðinni Smáratún 1. Grenndarkynnt var fyrir eigendum eftirfarandi fasteigna: Eyravegur 2,8,10 og Smáratúni 2,3,4,5,6,7,8,9,10.
Svar

Á tímabili grenndarkynningar bárust samtals 12 athugasemdir. Athugasemdir snúa m.a. að stærð byggingar, nýtingarhlutfalli lóðar, málsmeðferð sveitarfélagsins, bílastæðafjölda og útliti fyrirugaðrar endurbyggingar Sænska hússins að Smáratúni 1. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að taka saman heildstætt yfirlit yfir innkomnar athugasemdir og tillögur að svörum við þeim í samræmi við umræður á fundi. Afgreiðslu erindisins frestað.

800 Selfoss
Landnúmer: 162665 → skrá.is
Hnitnúmer: 10061156