Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Smáratún 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 80
3. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Skipulagsnefnd Árborgar samþykkti á fundi 22.september 2021 að grenndarkynna byggingaráform. Tillagan hefur verið grenndarkynnt og var gefinn athugasemdafrestur til 20. október 2021. Við grenndarkynningu bárust samtals 12 athugasemdir. Þær snéru m.a. að stærð byggingar, nýtingarhlutfalli lóðar, málsmeðferð sveitarfélagsins, bílastæðafjölda og útliti fyrirhugaðrar endurbyggingar „Sænska hússins“ að Smáratúni 1. Á fundi nefndarinnar 20.október var erindinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að fara yfir athugasemdir sem fram höfðu komið og taka saman heildstætt yfirlit yfir innkomnar athugasemdir og tillögur að svörum í samræmi við umræður á fundi nefndarinnar
Svar

Farið yfir innkomnar athugasemdir og tillögur að viðbrögðum ræddar. Skipulagsnefnd Árborgar telur að áfyrri stigum máls hafi stjórnsýslulegum þætti verið ábótavant og gögn sem lágu fyrir til kynningar á byggingunni hafi ekki verið nægjanleg að gæðum til að hagsmunaaðilar hafi getað myndað sér heilstæða skoðun. Skipulagsnefnd telur að eftir grenndarkynningu nú þrátt fyrir athugasemdir, að "Sænska Húsið" svokallaða muni sóma sér vel á lóðinni Smáratún 1. Það beri kynningargögn með sér. Lóðin er skilgreind í gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030, sem "blönduð byggð" sem gefur rými til að hreyfa við nýhtingahlutfalli á lóð. Það er rétt ábending hjá mörgum sem gerðu athugasemdir, að húsið snýr ekki eins og flest hús við Smáratún, enda stendur húsið einnig við Kirkjuveg. Skoðun nefndarinnar er að svipmót hússins sé gott og hæð þess lægri en margra annarra húsa við Smáratún. Nefndin telur að 7 bílastæði við húsið sé nægilegt og er það í samræmi við þá stefnu sem uppi hefur verið í nýrri íbúðahverfum. Varðandi ábendingar um mikinn þrýsing og aukna umferð um miðbæ Selfoss, þá telur nefndin það vera sérstakt verkefni til úrlausnar í stærra samhengi og muni bygging að Smáratúni 1, ekki hafa þar úrslitaáhrif. Nefndin telur að grenndarkynning hafi verið víðtæk og að þeir aðilar sem mögulega eiga hagsmuni að gæta, hafi fengið tækifæri á því að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Nefndin telur að endurbygging Sænska hússins muni í engu skerða hagsmuni íbúa Smáratúns eða annarra nágranna. Skipulagsfulltrúa falið að senda þeim sem athugasemdir gerðu bókun skipulagsnefndar.
Samþykkt með þremur atkvæðum SVG, HT og AMÓ. AT og MG sitja hjá.

AT og MG leggja fram eftirfarandi bókun.
Ekki var gætt jafnræðis við úthlutun lóðarinnar Smáratún 1. Auglýsa hefði átt lóðina til að allir sem hefðu áhuga á henni gætu sótt um. Engar skýrslur eða mat lágu fyrir hvort sænska húsið þyldi flutning á lóðina, þegar ákvörðun um vilyrði var tekin. Aðeins voru uppi getgátur og því má spyrja hvort alvara hafi verið í fyrirhuguðum flutningi hússins eða nota ætti innviði úr húsinu eins og gefið er í skyn í beiðni um vilyrði fyrir lóðinni Smáratún 1. Einnig hafa í grenndarkynningu til nágranna komið fram 12 athugasemdir íbúa sem vert er að taka tillit til.

800 Selfoss
Landnúmer: 162665 → skrá.is
Hnitnúmer: 10061156