Kosning í bæjarráð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 39
15. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 122. fundi bæjarráðs frá 26. ágúst sl. liður 8. Varamenn í bæjarráði.
Á fundi bæjarráðs þann 8. júlí síðastliðinni kom upp ágreiningur um það hvort kalla mætti inn varamenn í bæjarráð af framboðslista þeirra framboða sem eiga aðalfulltrúa í bæjarráði. Miklu varðar að fá skorið úr ágreiningnum og því leitaði bæjarstjóri álits lögmanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, Guðjóns Bragasonar. Í svari Guðjóns kom fram að þetta væri heimilt. Guðjón taldi þó, að þar sem ágalli var á kosningu í bæjarráð á fundi bæjarstjórnar í sumar væri rétt að endurtaka kosninguna og framkvæma hana á þann hátt sem bæjarmálasamþykkt mælir fyrir um.
Bæjarráð lagði því til við bæjarstjórn að kosning í bæjarráð yrði endurtekin á næsta fundi bæjarstjórnar.
Svar

Lagt er til að eftirfarandi bæjarfulltrúar skipi bæjarráð:
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista
Tómas Ellert Tómasson, M-lista og
Gunnar Egilsson, D-lista
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Lagt er til að:
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista verði formaður og Tómas Ellert Tómasson, M-lista verði varaformaður.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.