Bæjarráð óskar eftir úttekt mannvirkja- og umhverfissviðs áður en vilyrði er veitt og frestar þess vegna því að taka afstöðu til erindisins. Í úttektinni verði kannað hvort grípa þurfi til sérstakra aðgerða vegna vatnstanks og lagna, hverjar þær gætu verið og hvaða kostnaður gæti hlotist af slíkum aðgerðum. Einnig komi fram önnur atriði sem mannvirkja- og umhverfissvið telur að þurfi að hafa í huga áður en vilyrði er leitt.