Vatnsöflun frá Kaldárhöfða
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 10
15. september, 2022
Annað
Fyrirspurn
Endurskipan í starfshóp um vatnsöflun frá Kaldárhöfða.
Árborg, Grímsnes- og Grafningshreppur og Flóahreppur skoða nú fýsileika þess að hefja vinnslu á köldu neysluvatni við Kaldárhöfða við Efra-Sog. Allmiklar lindir eru staðsettar í landi Kaldárhöfða og er rennsli þeirra mikið, allt að 1- 4 m3/s. Um er að ræða mögulega framtíðarlausn á kaldavatnsöflun fyrir Sveitarfélagið Árborg og nágrannasveitarfélög.
Svar

Bæjarráð samþykkir að endurskipað verði í starfshóp um vatnsöflun frá Kaldárhöfða. Hópinn skipa Bragi Bjarnason bæjarfulltrúi, Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi og Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi. Með hópnum starfar Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri. Bæjarstjóra falið að uppfæra erindisbréf.