Umsókn um lóð fyrir dælustöð - Selfossveitur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 77
22. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Vilhjálmur Kristjánsson f.h. Selfossveitna óskar eftir lóð úr lendum Árborgar fyrir nýja dælustöð fyrir hitaveitu sem mun leysa af Hagabrunn og tryggja rekstraröryggi hitaveitu til notenda á Stokkseyri, Eyrarbakka og í nálægum sveitum til muna. Meðfylgjandi erindi er uppdráttur er sýnir ákjósanlega staðsetningu lóðar.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í umsókn Selfossveitna og samþykkir að gert verði ráð fyrir umbeðinni lóð við gerð deiliskipulags fyrir 2. áfanga Víkurheiðar sem nú er í vinnslu. Reynist þörf á að flýta framkvæmdum við byggingu dælustöðvarinnar til að tryggja afhendingaröryggi hitaveitu, samþykkir skipulags- og byggingarnefnd að lóðin verði stofnuð og framkvæmd grenndarkynnt þegar umsókn þess að lútandi berst.