Fyrirspurn um nýtingu lóðar
Heiðarvegur 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 76
8. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Úlfar Hróarsson f.h. óstofnaðs félags ehf, leggur fram fyrirspurn er varðar framtíðarnýtingu lóðarinnar Heiðarvegur 3, á Selfossi. Frumhugmynd gerir ráð fyrir fjölbýlishúsi á tveimur hæðum, 6-8 íbúðir, flatt eða einhalla þak, og hæð byggingar allt að 7m. Geymslur á lóð og nýtingarhlutfall 0,55-0,66 eða allt að 530-630m2.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið. Umrædd lóð verður innan skilgreinds miðsvæðis í heildarendurskoðun aðalskipulags sem nú er í vinnslu. Einnig verður lóðin innan afmarkaðs þróunarsvæðis, þar verður unnið að rammahluta aðalskipulags þar sem nánar verður gerð grein fyrir landnotkun, samgöngukerfi, þéttleika og megin eiginleikum byggðarinnar. Á svæðinu er fyrirhugað að verði blönduð landnotkun íbúðarbyggðar, miðsvæðis og verslunar og þjónustustarfsemi. Því telur skipulags- og byggingarnefnd að umrædd byggingaráform samræmist ágætlega þeim fyrirætlunum.

800 Selfoss
Landnúmer: 162242 → skrá.is
Hnitnúmer: 10000854