Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið. Umrædd lóð verður innan skilgreinds miðsvæðis í heildarendurskoðun aðalskipulags sem nú er í vinnslu. Einnig verður lóðin innan afmarkaðs þróunarsvæðis, þar verður unnið að rammahluta aðalskipulags þar sem nánar verður gerð grein fyrir landnotkun, samgöngukerfi, þéttleika og megin eiginleikum byggðarinnar. Á svæðinu er fyrirhugað að verði blönduð landnotkun íbúðarbyggðar, miðsvæðis og verslunar og þjónustustarfsemi. Því telur skipulags- og byggingarnefnd að umrædd byggingaráform samræmist ágætlega þeim fyrirætlunum.