Deiliskipulag fyrir svínabú
Víkurbraut 23
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 39
15. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 76. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 8. september sl. liður 9. Hólar L165547 - Deiliskipulag fyrir svínabú. Ásgeir Jónsson f.h. Síld og Fiskur ehf kt. 590298-2399, lagði fram skipulagslýsingu til kynningar. Lýsingin tók til um 5 ha svæðis, norðan Gaulverjabæjarvegar,í landi Hóla, þar sem fyrirhugað var að gera deiliskipulag fyrir svínaeldi. Gert var ráð fyrir um 600 gyltum og möguleika á stækkun húsakosts og aukinni framleiðslu á síðari stigum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti lýsingu, og mæltist til að bæjarstjórn Árborgar samþykkti fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 3.9.2021. Skipulagsfulltrúa var falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga. Lýsing mun verða send Flóahreppi, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands og öðrum umsagnaraðilum eftir þörfum.
Svar

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.