Í ljósi fjölda athugasemda og þess rökstuðning sem þar kemur fram, leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að fallið verði frá áformum um deiliskipulag fyrir svínabúi að Hólum. Nefndin leggur einnig til að fallið verði frá þeim hugmyndum að skilgreina iðnaðarsvæði á umræddum stað í endurskoðun aðalskipulags Árborgar. Nefndin telur að fyrirhuguð uppbygging svínaeldis muni hafa neikvæð áhrif á notkunarmöguleika svæðisins í heild.
Skipulagsfulltrúa falið að senda þeim sem athugasemdir gerðu niðurstöðu skipulags- og byggingarnefndar.
Samþykkt samhljóða.