Deiliskipulag fyrir svínabú
Víkurbraut 23
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 41
1. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 81. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 17. nóvember, liður 6. Hólar L165547 - Deiliskipulag fyrir svínabú.
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 15.9.2021 skipulagslýsingu áætlaðs deiliskipulags fyrir svínabú á jörðinni Hólar L165547, í Árborg. Lýsingin tók til um 5 ha svæðis, norðan Gaulverjabæjarvegar, í landi Hóla, þar sem fyrirhugað var að gera deiliskipulag fyrir svínaeldi. Gert var ráð fyrir um 600 gyltum og möguleika á stækkun húsakosts og aukinni framleiðslu á síðari stigum. Skipulagslýsing var auglýst/kynnt í Dagskránni og Fréttablaðinu í samræmi við 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og í samræmi við 5.2.4. gr, skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, og einnig send á umsagnaraðila. Beiðni um umsagnir var send á Skipulagsstofnun, Flóahrepp, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Vegagerðina, Framkvæmdasvið Árborgar, Selfossveitur og Umhverfisstofnun.
Eftir að skipulagslýsing var kynnt bárust fjöldi andmæla og athugasemda bæði frá umsagnaraðilum, félagasamtökum og einnig frá einstaklingum. Helstu athugasemdir og ábendingar varðaði lyktarmengun, hljóðmengun, aukinn umferðarþunga, mengun grunnvatns, sýkingarhættu grunnvatns, nálægð við frístundabyggð, fornminjar ofl. Í ljósi fjölda athugasemda og þess rökstuðnings sem þar kom fram, lagði skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að fallið yrði frá áformum um deiliskipulag fyrir svínabúi að Hólum. Nefndin lagði einnig til að fallið yrði frá þeim hugmyndum að skilgreina iðnaðarsvæði á umræddum stað í endurskoðun aðalskipulags Árborgar. Nefndin taldi að fyrirhuguð uppbygging svínaeldis muni hafa neikvæð áhrif á notkunarmöguleika svæðisins í heild. Skipulagsfulltrúa falið að senda þeim sem athugasemdir gerðu niðurstöðu skipulags- og byggingarnefndar. Samþykkt samhljóða.
Svar

Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista taka til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.