Á 75. fundi skipulags- og byggingarnefndar var samþykkt að heimila staðsetningu staðsetningu hluta bygginga út fyrir byggingarreit í átt að bílastæðum innan lóðar.
Nýtingarhlutfall er innan tilskyldra marka.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráform þegar tekið hefur verið tillit til athugasemda eldvarnareftirlits BÁ og byggingarfulltrúa og skráningartöflu hefur verið skilað. Lóðaruppdráttur skal hljóta samþykki skipulags- og byggingarnefndar skv. skilmálum deiliskipulags.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.