Fyrirspurn
Tillaga frá 10. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 26. október, liður 6. Deiliskipulagstillaga - Austurvegur Vallholt.
Svanhildur Gunnlaugsdóttir, Landform, lagði fram deiliskipulagstillögu fyrir skipulagssvæði sem afmarkast af götunum Austurvegur, Rauðholt, Vallholt og Reynivellir. Ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag á svæðinu og er markmið deiliskipulags að skilgreina afmörkun lóða og nýtingu þeirra. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Árborgar 2010-2030, þ.e. blanda af íbúðabyggð og verslunar- og þjónustulóðum, og er nýtingarhlutfall lóða innan miðsvæðis skilgreint með nýtingarhlutfall allt að 1.0-2.0.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillöguna og mælist til að hún yrði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin mælist til að deiliskipulagstillagan yrði einnig send hagsmunaaðilum á svæðinu til kynningar.
Lagt var til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna.