Fyrirspurn
Skipulags- og byggingarnefnd fer yfir tillögu að deiliskipulagi fyrir hluta Austurvegar og Vallholts. Skipulags- og byggingarnefnd fól á fundi sínum 12.1.2022 skipulagsfulltrúa að senda fasteignaeigendum innan skipulagssvæðis „drögin til kynningar“. Kynningin var sent út og var kynningartíminn tiltekinn frá 24.janúar 2022 til og með 21.febrúar 2022. Óskað var eftir athugasemdum og ábendingum varðandi tillöguna.
Góð viðbrögð urðu við kynningunni, og hefur borist all nokkur fjöldi ábendinga og athugasemda, frá eftirtöldum aðilum:
Hlöðver Örn, eigandi 2. hæðar á Austurvegi 42, með eignarhluta í lóð.
Magnús Hafsteinsson og Dóra K. Hjálmarsdóttir, eigandi Vallholts 13.
Hrönn Sigurðardóttir, Austurvegi 40.
Kjartan Sigurbjartsson f.h. Valdimars Árnasonar, Austurvegur 36 og 36B.
Valdimar Árnason f.h. Samsteypunnar ehf.
Sigfús Kristinsson, eigandi lóðar við Austurveg 42, eigandi að rýmum 010101, 020101,
020301 og tilheyrandi lóð.
Teknir hafa verið saman helstu punktar í minnisblað með tillögu að viðbrögðum við athugasemdum og ábendingum, og mun skipulagsfulltrúi koma þeim til ofangreindara aðila.