Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eyrargata 21
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 86
26. janúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 1.12.2021. Vegna umsóknar Aðalbjörns Jóakimssonar um byggingarleyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni Eyrargata 21, Eyrarbakka. Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt og var frestur til að skila athugasemdum til 17. nóvember 2021. Ein athugasemd barst, auk umsagnar Hverfisráðs Eyrarbakka. Núverandi tillaga gerir ráð fyrir breyttu útliti glugga og hurða, og hefur hún verið send Hverfisráði Eyrarbakka til umsagnar ásamt því að óska eftir áliti skipulagshöfunda Verndarsvæðis í byggð á Eyrarbakka. Hverfisráð Eyrarbakka leggst gegn innsendri tillögu og telur hana ekki falla að þeim húsagerðum sem tilgreindar eru í „Verndarsvæði í byggð“
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda varðandi þann möguleika að færa hönnun hússins nær markmiðum verndarsvæðis í byggð, eða hvort önnur lóð á Eyrarbakka henti betur undir fyrirhugaða byggingu.

820 Eyrarbakki
Landnúmer: 165924 → skrá.is
Hnitnúmer: 10053793