Skipulags- og byggingarnefnd fer yfir innkomna athugasemd og umsögn vegna byggingarleyfisumsóknar. Nefndin tekur undir þau megin atriði sem þar koma fram að æskilegt sé að umrædd bygging verði í meira samræmi við byggðina á Eyrarbakka. Nefndin hafnar því fyrirliggjandi umsókn um byggingarleyfi og beinir því til umsækjanda að endurhanna byggingunna m.t.t núverandi byggðar í nágrenni lóðarinnar á Eyrarbakka og í samræmi við verndarsvæði í byggð í samræmi við fyrirliggjandi umsögn.