Bæjarráð samþykkir að skipaður verði vinnuhópur um stöðuleyfi sem hafi það
hlutverk að skilgreina viðfangsefnið betur og koma með tillögur að reglum, gjaldskrá,
skráningu og eftirfylgni að því er varðar gáma og sambærilega lausafjármuni.
Hópinn skipi formaður skipulags- og byggingarnefndar, formaður
umhverfisnefndar, bæjarráðsfulltrúi minnihluta og að með hópnum starfi starfsmenn
sveitarfélagsins, þau Anton Kári Halldórsson skipulagsfulltrúi, Sveinn Pálsson
byggingarfulltrúi, Sigríður Vilhjálmsdóttur lögmaður og Sigríður M. Björgvinsdóttir
verkefnisstjóri stafrænnar þróunar.
Formaður skipulags- og byggingarnefndar kalli saman fyrsta fund hópsins og hópurinn skili sínum tillögum fyrir 15. janúar 2022.