Beiðni - aukning á kennslukvóta fyrir tónlistarkennslu í Árborg
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 130
11. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Bæjarráð lagði til á 127. fundi að beiðni um aukinn kennslukvóta yrði tekin til skoðunar við vinnslu fjárhagsáætlunar 2022.
Jafnframt óskaði bæjarráð eftir því við sviðsstjóra fjölskyldusviðs að gert yrði yfirlit um þróun kennslukvóta sveitarfélagsins og viðbótarkennslukvóta á síðustu árum. Einnig mætti koma þar fram samanburður á kennslukvóta sveitarfélagsins til tónlistarkennslu og þeirrar tónlistarkennslu sem viðhöfð var í sveitarfélögum sem við viljum bera okkur saman við.
Svar

Bæjarráð leggur til að kennslukvóti verði aukinn um 20 kennslustundir við vinnslu fjárhagsáætlunar 2022. Þar með ætti þessi biðlisti að heyra sögunni til.