Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vallholt 19
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 80
3. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Davíð Sigurðsson f.h. Oddfellowhússins á Selfossi, leggur fram umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á annari hæð núverandi húss. Áform eru að byggja við á vesturenda húss, þ.e. ofan á núverandi svalir nýja hæð, sem mun nýtast sem geymsla undir muni og búnað. Heildastærð húss verður 1003,4 m2 og nýtingarhlutfall á lóð verður 0,65. Í gildandi deiliskipulagi lóðarinnar er gert ráð fyrir hámarksnýtingarhlutfalli upp á 0.64 og að byggja megi á tveimur hæðum, að hluta. Þá er gert ráð fyrir hámarks byggingarmagni upp á 980 m2. Tillaga aðaluppdrátta gerir ráð fyrir byggingarmagni allt að 1003,4m2 og nýtingarhlutfalli upp á 0,65.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum fasteignanna Vallholt 16, 17 og 18.
Samþykkt samhljóða.

800 Selfoss
Landnúmer: 162871 → skrá.is
Hnitnúmer: 10062007