Tillaga frá UNGSÁ um menningarsalinn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 41
1. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 40. fundi bæjarstjórnar liður 2. Tillaga frá UNGSÁ um menningarsalinn.
Ungmennaráð Árborgar lagði til að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að menningarsalurinn yrði kláraður sem fyrst. Greinagerð UNGSÁ: Okkur finnst mikilvægt að viljinn til að leggja lokahönd á menningarsalinn verði framfylgt. Við viljum líka að viðræður við ríkisstjórn varðandi salinn verði haldið áfram svo loks verði hægt að klára hann. Salurinn er nú töluvert eldri við hér í ungmennaráðinu, okkur finnst vanta aðstöðu til tónleikahalda og stærri viðburða hér á Suðurlandi. Einnig er þetta gríðarlega stór hluti af menningu og frábært væri að hafa svona góða menningarmiðstöð hér í Árborg.
Að loknum umræðum samþykkti bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til bæjarstjórnarfundar í nóvember.
Svar

Forseti leggur til að afgreiðsla þessa liðar verði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar á lið nr. 1 sem var svohljóðandi:

"Forseti lagði fram tillögu um að bæjarráði yrði falið að skipa starfshóp sem yrði falið að stýra samningaviðræðum og áframhaldandi vinnu að uppbyggingu menningarsalarins."

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.