Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að hafa skógræktardag í grunn- og leikskólum sveitafélagsins.
Við höfum hugsað okkur að nemendur og starfsfólk gróðursetji í samstarfi við skógræktina, það myndi kolefnisjafna þá fjölgun sem hefur verið síðustu ár í sveitafélaginu. Þessi dagur gæti ýtt undir jákvæða sýn næstu kynslóða varðandi umhverfismál og kolefnisjöfnun. Einnig væri sniðugt að halda fræðslu varðandi umhverfismál í tengslum við daginn.