Tillaga frá UNGSÁ um rennibrautir í Sundhöll Selfoss
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 40
20. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til þess að rennibrautir sundhallar Selfoss verði betrumbættar eða skipt út.
Okkur í ungmennráðinu finnst vera þörf á breytingum á rennibrautum sundhallar Selfoss. Rennibrautirnar eru orðnar lúnar og gamaldags, því er kominn tími á breytingar, hægt væri t.d. að horfa til Sundlaugarinnar í Mosfellsbæ eða Sundlaugarinnar í Vestmanneyjum fá þaðan innblástur. Til dæmis er ostarennibrautin orðin lúin og hægt væri að skipta henni út fyrir nýrri og hentugri rennibrautir. Þetta gæti bæði dregið að fólk og skapað góða umfjöllun um sundlaugina.
Svar

Ólafía Ósk Svanbergsdóttir tekur til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til eigna- og veitunefndar.