Liður 4. Hverfisráðið lýsir yfir áhyggjum á lóðaskorti. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að því að 5 lóðir við Dvergasteina verði auglýstar lausar til úthlutunar svo fljótt sem mögulegt er. Einnig bendir nefndin á að deiliskipulag fyrir framlengingu á Tjarnarstíg er á lokametrunum í deiliskipulagsferli.
Liður 8. Hverfisráðið lýsir yfir áhyggjum vegna hesthúsahverfis og hvort deiliskipulag taki til iðnaðar- eða hesthúsahverfis. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir hesthúsahverfið á Stokkseyri. Skipulagsfulltrúa falið að kanna mál varðandi uppbyggingu og skipulag reitsins.
Liður 11. Hverfisráð leggur til að örnefnaskrá verði kláruð. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að framgangi málsins í samráði við Byggðasafn Árnesinga.