Framkvæmdaleyfisumsókn til púðagerðar og ferginga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 130
11. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga af 80. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 3. nóvember, liður 17. Framkvæmdaleyfisumsókn til púðagerðar og ferginga
Sigurður Þór Sigurðsson verkefnastjóri TRS, fh. Árbakkans þróunarfélags ehf. kt.550421-2160, sótti um framkvæmdaleyfi til að grafa fyrir, fylla fyrir púða og setja farg, á 15 lóðir í Árbakkalandi. Miðað var við að framkvæmt yrði skv. minnisblaði VSÓ ráðgjafa, dagsett 19. október 2021 vegna jarðvegsrannsókna í Árbakkalandi, þ.e. grafið yrði niður á ársetið, þar lagður á dúkur, fyllt og þjappað í púðahæð og þar ofan á yrði sett farg, 2-3 m. skv. nánari skilgreiningu og útreikningum þar um. Nauðsynlegt yrði að leggja út a.m.k. að hluta Tyrfingsvaðið, svo hægt yrði að komast að viðkomandi lóðum og var einnig sótt um leyfi fyrir þeirri framkvæmd. Ekki var miðað við að nein lagnavinna færi fram samhliða þessari stöku framkvæmd. Miðað var við að grafnir yrðu út byggingarreitir viðkomandi lóða og fyllt þar í.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð að framkvæmdaleyfi yrði veitt. Skilyrði fyrir veitingu framkvæmdaleyfis var að mælingar sigs yrðu vel skráðar og niðurstöðum yrði skilað til byggingarfulltrúa þegar sótt yrði um byggingaráform á umræddum lóðum.
Svar

Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi til að grafa fyrir, fylla fyrir púða og setja farg á 15 lóðir í Árbakkalandi.