Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir hesthúsasvæðið á Selfossi. Skipulagsfulltrúa falið að leita tilboða nokkurra aðila í verkefnið. Mikilvægt er að verkefnið verði unnið frá upphafi í góðu samráði við skipulagsnefnd Sleipnis.