Fyrirspurn
Skipulags- og byggingarnefnd ásamt bæjarstjórn Árborgar hafa samþykkt að hefja vinnu við breytingu á gildandi deiliskipulagi svæðis hestamanna á Selfossi. Markmið breytingar er að stækka núverandi svæði, til að koma fyrir fleira heshúsum og evt. öðrum byggingum tengdri starfseminni. Svæðið í heild er um 33 ha að stærð, og tekur til vallarsvæðis/keppnissvæðis, reiðhallar og heshúsahverfis. Skipulags- og byggingarnefnd fól skipulagsfulltrúa að óska eftir kostnaðarmati/tilboð í gerð deiliskipulags fyrir svæðið í heild, með sérstaka áherslu á aukningu/viðbót á heshúsabyggðina. Sendar voru óskir á 6 aðila með beiðni um kostnaðarmat/tilboð vegna vinnu við deiliskipulagstillögu svæðisins. Aðilar sem fengu beiðni um verðtilboð voru Efla, Landform ehf, Storð teiknistofa, Landmótun, Landslag og Landhönnun. Tilboð bárust frá Eflu, Landform, Landmótun og Landhönnun.