Fyrirspurn
Fossmót ehf. sækir um leyfi til að byggja iðnaðarhúsnæði við hlið núverandi húss. Helstu stærðir eru; 580,6 m2 og 2.695,0 m3. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti nýtingu lóðar 08.01.2002 þar sem gert er ráð fyrir 402 m2 viðbyggingu sem stendur að hluta út fyrir byggingarreit skv deiliskipulag frá 1983. Tillaga meðfylgjandi byggingaleyfisumsókn, var grenndarkynnt í samræmi við bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 1. desember 2021, og var athugasemdafrestur gefinn til 3. janúar 2022. Engar athugasemdir bárust.