Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leiti og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga, sem óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi. Þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins sjálfs, leggur skipulagsnefnd til að fallið verði frá grenndarkynningu. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.