Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 82
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 85
12. janúar, 2022
Annað
‹ 7
8
Svar

8.1. 2112363 - Suðurtröð 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Sigurður Þ. Jakobsson f.h. Sundhesta ehf, sækir um leyfi til byggingar hesthúss.
Stærð 325,0 m2 og 958,8 m3.
Niðurstaða 82. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt með fyrirvara um að uppdrættir verði leiðréttir.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu
- Byggingarheimildargjöld hafa verið greidd.
Niðurstaða þessa fundar 8.2. 2112126 - Suðurengi 27-35 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Elínborgar Telmu Ágústdóttur sækir um leyfi til breytinga á hurðum og gluggum að Suðurengi 33.
Málið var áður á 80. fundi og þá vísað til skipulags- og byggingarnefndar sem ákvað að grenndarkynna áformin fyrir öðrum eigendum Suðurengis 27-35.
Fyrir liggur undirritað samþykki viðkomandi.
Niðurstaða 82. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin hafa verið grenndarkynnt og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu
- Byggingarheimildargjöld hafa verið greidd.
Niðurstaða þessa fundar 8.3. 21101285 - Vallholt 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Davíð Sigurðsson f.h. Oddfellowhússins á Selfossi, sækir um leyfi til að byggja ofan á svalir á annari hæð.
Stærð viðbyggingar 78,9 m2 og 320,0 m3.
Heildarstærð húss verður 1003,4 m2 og nýtingarhlutfall á lóð verður 0,65 Niðurstaða 82. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð (viðbygging við þegar byggt hús).
Byggingaráformin hafa verið grenndarkynnt og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu
- Byggingarheimildargjöld hafa verið greidd. Niðurstaða þessa fundar 8.4. 2112402 - Sílatjörn 2-8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Fannar Aron Hafsteinsson sækir um leyfi vegna innri breytinga á Sílatjörn 2 og útlitsbreytingar vegna færslu glugga frá norðurhlið þvottahúss á austurhlið bílskúrs.
Innri breytingar felast í að núverandi þvottahús verður sameinað eldhúsi og þvottaaðstaða verður í bílskúr. Niðurstaða 82. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð og breytingin er óveruleg sbr. gr. 2.3.4.
Framkvæmdin hvað varðar ytra útlit er háð byggingarheimild. Umsókn um byggingarheimild skulu fylgja gögn skv. gr. 2.3.7:
- Aðaluppdrættir sem sýna innri og ytri breytingar.
- Samþykki eigenda annarra eigna í raðhúsinu.

Afgreiðslu frestað. Niðurstaða þessa fundar 8.5. 2107116 - Einarshöfn 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Halldór Pétur Þorsteinson sækir um leyfi til að byggja u.þ.b. 50 m2 bílskúr á lóðinni Einarshöfn 2,(II) L166120, á Eyrarbakka. Niðurstaða 82. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Byggingarfulltrúi synjar umsókn um byggingarleyfi, þar sem umsóknin samræmist ekki gildandi deiliskipulagi svæðisins. Þá hefa ekki verið lögð fram nægilega ítarleg gögn til að hægt sér að taka afstöðu til umsóknar.

Hafnað



Niðurstaða þessa fundar 8.6. 2201028 - Skólavellir 5 - Umsókn um stöðuleyfi Guðmundur B. Vigfússon sækir um stöðuleyfi fyrir gám, smáhús og þak vegna framkvæmda fyrir tímabilið 01.01.2022 - 30.06.2022. Niðurstaða 82. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Með bréfi dags. 19.10.2020 krafðist byggingarfulltrúi þess að öll mannvirki norðan hússins yrðu fjarlægð enda um óleyfisbyggingar að ræða. Umsækjandi hefur ítrekað óskað eftir fresti og hefur framvísað stöðuleyfi fyrir hluta mannvirkjanna frá öðru sveitarfélagi.
Fundur verður með umsækjanda og lögfræðingi hans 11. janúar nk.

Afgreiðslu frestað.
Niðurstaða þessa fundar 8.7. 2112360 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir leiksvæði við Rimahverfi Heilbrigðiseftirlit Suðurland biður um umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir leiksvæðið við Rimahverfi.




Niðurstaða 82. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Svæðið er opið svæði skv. gildandi aðalskipulagi. Deiliskipulag hefur ekki verið gert. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við endurnýjun starfsleyfis. Niðurstaða þessa fundar 8.8. 2112361 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir leikvæði við Miðtún Heilbrigðiseftirlit Suðurland biður um umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis vegna reksturs leiksvæðis við Miðtún á Selfossi. Niðurstaða 82. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Svæðið er opið svæði skv. gildandi aðalskipulagi. Deiliskipulag hefur ekki verið gert. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við endurnýjun starfsleyfis. Niðurstaða þessa fundar 8.9. 2112362 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir leikvæði við Reyrhaga Heilbrigðiseftirlit Suðurland biður um umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis vegna reksturs leiksvæðis við Reyrhaga. Niðurstaða 82. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Svæðið er opið svæði skv. gildandi aðalskipulagi. Deiliskipulag hefur ekki verið gert. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við endurnýjun starfsleyfis. Niðurstaða þessa fundar