Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Austurvegur 44
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Afgreiðslufundur- og nefnd byggingarfulltrúa nr. 80
8. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Guðjón Þórir Sigfússon fyrir hönd Lyfju ehf. sækir um leyfi til breytinga innanhús. Í stað verslunar komi matsala án eldunar og án áfengisveitinga.
Svar

Sótt er um leyfi til að breyta austurenda jarðhæðar hússins mhl 02 0101 í matsölu án eldunar og án áfengisveitinga. Samþykki meðeigenda í matshluta liggur fyrir.

Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt en óskað eftir að skráningartafla verði uppfærð fyrir matshlutann.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

800 Selfoss
Landnúmer: 161873 → skrá.is
Hnitnúmer: 10058489