Bæjarráð Árborgar leggur áherslu á að því verði komið á framfæri að áríðandi er að þau verkefni og ábyrgð sem sveitarfélögum eru falin af hálfu ríkisins verði fjármögnuð með fullnægjandi hætti. Má þar t.d. nefna kröfur til sveitarfélaga um leikskólaþjónustu frá lokum fæðingarorlofs og innleiðingu farsældarfrumvarps en dæmin eru fjölmörg. Einnig má benda á mikilvægi þess að fjármagn fylgi fyrirhugaðri framþróun í heimahjúkrun.