Húsið brann árið 2020. Fyrir liggur samþykkt þinglýsts eiganda um niðurrif og vottorð um veðbönd.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarfulltrúi gerir ekki kröfu um að húsið verði endurbyggt.
Byggingarleyfi til niðurrifs verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.