Stofnuð lóð úr Stekkum
Stekkar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 43
19. janúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga af 83. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 15. desember sl. liður 5. Stofnuð lóð úr Stekkum - Stekkar 4 Guðmundur Lárusson lagði fram umsókn um stofnun 21.11ha landsspildu, úr landi Stekka L166204. Óskað var eftir að hin nýja lóð fengi heitið Stekkar 4. Innan lóðarinnar stendur skemma (mhl 18, skráð á Stekka L166204) Aðkoma að nýrri landspildu yrði um núverandi aðkomu að Stekkum L166204, Stekkum L166205 og Stekkum lóð L200474. Lögbýlaréttur fylgir áfram Stekkum L166204.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti landskiptin og heitið á hinni nýju spildu fyrir sitt leyti og lagði til við bæjarstjórn að landskipti og heiti yrði samþykkt.
Svar

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

801 Selfoss
Landnúmer: 166204 → skrá.is
Hnitnúmer: 10054559