Bílastæði
Austurvegur 6
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 42
15. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Í 3. gr. viðauka við samkomulag milli Svf. Árborgar og Sigtúns þróunarfélags um uppbyggingu alhliða miðbæjarstarfssemi og ferðaþjónustu í miðbæ Selfoss, dags. 2. júní 2020 kemur fram að SÞ afsali eignarhluta sínum í öllum lóðum til Árborgar gegn því að fá lóðarleigusamninga um lóðirnar eins og þær eru afmarkaðar í deiliskipulagi, að frátaldri þeirri lóð sem eigendur Austurvegs 6-10 fá afsalað undir bílastæði á svokölluðum Sigtúnsreit, sbr. samning þar um.
Samningaviðræður hafa átt sér stað milli Sveitarfélagsins Árborgar, eigenda að Austurvegi 6-10 um bílastæði og Sigtúns þróunarfélags um lausnir vegna svæðisins. Til að hægt sé að uppfylla ákvæði fyrrgreinds viðaukasamkomulags frá 2. júní 2020 leggja aðilar málsins til að samkomulagi um að legu lóðarinnar við Austurveg 8a, á Selfossi verði breytt í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Til að svo megi verða er lagt til við bæjarstjórn að samþykkja það að Sveitarfélagið Árborg gefi út afsal til eigendanna að Austurvegi 6-10 um lóðina Austurveg 8a eftir að legu hennar verður breytt skv. deiliskipulagi, gegn því að Sigtún þróunarfélag afsali sínum lóðum á sama götureit til Sveitarfélagsins Árborgar og að samkomulag milli Sigtúns þróunarfélags og eigenda Austurvegs 6-10 vegna bílastæða verði undirritað.
Svar

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tekur til máls.

Lagt er til að samþykkt verði að lóðinni Austurvegi 8a, F2340439, L188750, stærð 1.5 verði afsalað til:
Arion banki hf., kt. 581008-0150, eignarhlutfall vegna F2185388 er 13,79% og eignarhlutfall vegna F2238413 er 33,33%.
Kvika banki hf., kt. 540502-2930, eignarhlutfall 7,07%.
Heimaland ehf., kt. 410615-0610, eignarhlutfall 9,36%.
Tákn ehf., kt. 480403-2070, eignarhlutfall 5,27%.
Selfoss fasteignir ehf., kt. 490800-2980, eignarhlutfall vegna F2249240 er 5,27% og
eignarhlutfall vegna F2249245 er 0,44%.
Moshóll ehf., kt. 451201-2980, eignarhlutfall 0,47%.
Kjarna-bókhald ehf., kt. 680385-0689, eignarhlutfall 2,05%.
Hátak ehf., kt. 461004-2020, eignarhlutfall 0,70%.
Óðinn, sjálfstæðisflokksfélag kt. 691183-1069, eignarhlutfall 2,70%.
Vátryggingafélag Íslands hf., kt. 690689-2009, eignarhlutfall 5,13%.
Reginn atvinnuhúsnæði ehf., kt. 521009-1010, eignarhlutfall 14,42%.
og að bæjarstjóra, Gísla Halldóri Halldórssyni, kt. 151066-5779, verði veitt umboð til að undirrita afsalið og öll önnur skjöl er tengjast afsali þessu og samkomulagi milli aðila.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.


Þá er lagt til að bæjarstjóra, Gísla Halldóri Halldórssyni, kt. 151066-5779 verði veitt fullt umboð til að undirrita afsal og önnur skjöl þar sem Sigtún Þróunarfélag afsalar til Sveitarfélagsins eftirtöldum eignum í samræmi við samkomulag það sem gert var um alhliða miðbæjarstarfssemi og ferðaþjónustu í miðbæ Selfoss, dags 28. júlí 2017
Sigtún 5, F2340661, L175491, skráð stærð 652 m2
Sigtún 5a, F2340662, L175492, skráð stærð 648 m2
Sigtún 5b, F2340663, L175493, skráð stærð 1.152 m2
Tryggvagata 8, F2187454, F2187455, L162813, skráð stærð 440 m2
Tryggvagata 12a, F2340674, L205294, skráð stærð 532 m2
Tryggvagata 12, F2187459, L162816, skráð stærð 475 m2
Tryggvagata 10, F2340673, L162815, skráð stærð 665 m2

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

800 Selfoss
Landnúmer: 161840 → skrá.is
Hnitnúmer: 10058463