Fyrirspurn
Skipulags- og byggingarnefnd tekur til umræðu tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðabyggðar í landi Árbakka, í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsstofnun hefur með vísan til ofangreindrar greinar í skipulagslögum tekið til skoðunar breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Árbakka. Bæjarstjórn Árborgar samþykkti tillöguna á fundi sínum þann 16. mars 2022.
Skipulagsstofnun gerir athugasemd við að Bæjarstjórn Árborgar auglýsi tillöguna í B-deild Stjórnartíðinda vegna eftirfarandi:
? Breytingar sem gerðar voru eftir að auglýsingatíma lauk eru þess eðlis að auglýsa þar að nýju skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga.
? Áform um 4 hæða fjölbýlishús við Þórisvað 2 er í ósamræmi við gildandi aðalskipulag Árborgar (m.s.br.) sem heimilar lágreita byggð meðfram Ölfusá, en hærri byggingum fjær ánni og norðar á svæðinu og meðfram nýju þjóðvegi, þ.e. allt að 5 hæði.
Áður en tillaga er auglýst að nýju þurfi að bregðast við eftirfarandi:
? Skipulagsstofnun telur að umfang byggingarmagns á svæðinu sé það mikið, að skynsamlegt sé að áfangaskipta uppbyggingu m.a. m.t.t. Selfosslínu 1. Þá þurfi að setja fram skýrari skilmála um umgengi við línuna á framkvæmdatíma, einnig vegna fyrirhugaðrar rifa á línunni, og tilgreina hvaða lóðir verða fyrir áhrifum línunnar. Á Uppdrætti og í greinargerð þurfi að tilgreina hvaða lóðir ekki koma til úthlutunar fyrr en línan víki. Vegna áforma um bílakjallara í fjölbýlishúsum er bent á að svæðið telst sem flóðasvæði og þurfi því að setja inn í skipulagið sérstaka skilmála vegna þess. Bent er á að í endurskoðuðu aðalskipulagi Árborgar 2022-2036 sem er í vinnslu, er bent sérstaklega á að ekki verði heimilt að hafa bílakjallara á flóðasvæðum.
? Þá er að lokum bent á að, þar sem ekki liggi fyrir endanleg hönnun nýs þjóðvegar 1(samkvæmt umsögn Vegagerðarinnar dags. 4.2.2022), norðan við Árbakkasvæðið, er ekki ljós hvort sá vegur muni nýtast/virka sem flóðavarnargarður.